Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mán 24. febrúar 2020 22:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool jafnaði sitt eigið met frá 1972
Liverpool jafnaði tvö met með því að vinna enn einn leikinn í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Liverpool lagði West Ham 3-2 og má kalla það endurkomusigur. Liverpool hefur núna unnið 26 leiki, gert eitt jafntefli og ekki tapað leik.

Eina jafnteflið kom á Old Trafford gegn Manchester United þann 20. október á síðasta ári. Síðan þá hefur liðið unnið alla sína deildarleiki, 18 leiki í röð.

Það er jöfnun á meti Manchester City frá 2017/18 tímabilinu.

Liverpool jafnaði þá met frá 1972, met sem var í eigu félagsins. Það met er að vinna 21 leik í röð á heimavelli í efstu deild á Englandi. Liverpool gerði það undir stjórn Bill Shankly árið 1972.

Það er aðeins tímaspursmál hvenær Liverpool tryggir sér sinn fyrsta Englandsmeistaratitil í 30 ár.



Athugasemdir
banner
banner