Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   mið 24. febrúar 2021 12:30
Elvar Geir Magnússon
Gætu fyllt Wembley af fólki með mótefni og bólusetningu
Úrslitaleikur EM landsliða á Wembley í júlí gæti verið leikinn fyrir framan fullan völl.

Rætt er um að vera með fullan 90 þúsund manna leikvang og notast við þær áætlanir ríkisstjórnar Bretlands að búa til snjallforrit sem sýnir hvort einstaklingar hafi verið bólusettir eða séu með mótefni gegn Covid-19.

Undanúrslitaleikir og úrslitaleikur EM alls staðar munu fara fram á Wembley en úrslitaleikurinn á að vera spilaður 11. júlí.

Settar hafa verið uppi áætlanir um að hleypa áhorfendum aftur á íþróttaviðburði á Bretlandseyjum í nokkrum skrefum frá 17. maí.
Athugasemdir
banner
banner