Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mið 24. febrúar 2021 21:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grikkland: Elmar kom inn á hjá Lamia sem færist upp töfluna
Miðjumaðurinn Theódór Elmar Bjarnason kom inn á sem varamaður þegar Lamia vann góðan útisigur á Larissa í grísku úrvalsdeildinni á þessum miðvikudegi.

Elmar var settur inn á völlinn á 88. mínútu og hjálpaði hann sínu liði að landa sigri.

Leikurinn endaði 0-1 en sigurmarkið skoraði Georgíumaðurinn Bachana Arabuli undir lok fyrri hálfleiks.

Lamia var á botni grísku úrvalsdeildarinnar þegar Elmar kom til félagsins í janúar en er núna komið upp í 12. sæti af 14 liðum. Liðið er með 18 stig eftir 22 leiki.

Theódór Elmar hefur komið við sögu í 11 deildarleikjum á tímabilinu og þar af hefur hann byrjað fjóra.
Athugasemdir
banner