Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 24. mars 2020 19:29
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Njarðvíkur gefur helming launa sinna
Mikael Nikulásson gefur launin sín í mars og líklega apríl líka
Mikael Nikulásson gefur launin sín í mars og líklega apríl líka
Mynd: Hulda Margrét
Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur í 2. deildinni, hefur ákveðið að gefa eftir helming launa sinna í mars og líklega apríl til að auðvelda rekstur félagsins en hann ræðir þetta í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson í þættinum Sportið í dag.

Mikael eða Mike eins og hann er iðulega kallaður er einn helsti knattspyrnuspekingur þjóðarinnar en hann myndar öflugt teymi með þeim Hjörvari Hafliðasyni og Kristjáni Óla Sigurðssyni í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.

Ásamt því er hann að þjálfa lið Njarðvíkur sem leikur í 2. deild en íslensku félögin eru að glíma við erfiða tíma í rekstri vegna kórónaveirunnar.

Mikael hefur ákveðið að leggja sitt af mörkum og mun hann gefa eftir helming launa sinna til að hjálpa Njarðvíkingum.

„Ég tel það vera mína skyldu. Við erum ekki búnir að æfa í rúma viku og ég sé ekki fram á að fyrsta æfing verði ekki fyrr en 15. apríl vonandi en á þessum mánuði er ég ekki að fara á neinar æfingar. Ég set upp prógram fyrir strákana og ég þarf ekki að keyra til Keflavíkur og er ekki að æfa frekar en aðrir og það er hart í ári hjá öllum liðum og ég er að leggja mitt af mörkum," sagði Mikael við Kjartan í kvöld.

„Ég er að hjálpa til við að halda þeim leikmönnum sem við vorum að semja við fyrir sumarið. Ég er að gefa helminginn af laununum mínum fyrir mars og væntanlega apríl líka."

„Ég held að margir þjálfarar og leikmenn hafi tök á því. Ef menn hafa tök á því þá tel ég að þeir eigi að gera það og hjálpar til við reksturinn og gefur gott inn í klúbbinn og leikmannahópinn að sýna samstöðu í þessu og það kostar alveg að reka þetta,"
sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá innslagið hjá honum hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner