Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 24. maí 2019 16:30
Arnar Daði Arnarsson
Álitsgjafar svara - Hver verður í markinu í næsta landsleik?
Kristján Finnbogason er einn af álitsgjöfunum.
Kristján Finnbogason er einn af álitsgjöfunum.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Kjartan Sturluson er einn af álitsgjöfunum.
Kjartan Sturluson er einn af álitsgjöfunum.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Daði Lárusson.
Daði Lárusson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net fékk nokkra álitsgjafa til að svara því hvaða markvörður verður í marki Íslands í næsta verkefni.

Íslenska landsliðið leikur tvo mikilvæga landsleiki á Laugardalsvelli 8. og 11. júní í Undankeppni EM. Fyrri leikurinn gegn Albaníu og sá seinni gegn Tyrkjum.

Gefum álitsgjöfunum orðið.

Kristján Finnbogason - Fyrrum markvörður - 20 landsleikir:
Frekar einfalt svar frá mér. Miðað við stöðuna í dag þá finnst mér að Rúnar Alex eigi að vera í markinu. Hann er framtíðar markmaður okkar og kominn tími á að hann taki við af Hannesi sem hefur verið gjörsamlega frábær fyrir okkur undanfarin ár.

Kjartan Sturluson - Fyrrum markvörður - 7 landsleikir:
Ég tel að Hannes eigi að vera í rammanum í þessum tveimur mikilvægum leikjum sem eru framundan. Á pappír er það á vissan hátt skrýtið að vilja treysta frekar á markvörð sem spilar hér heima, með liði sem er að ströggla í upphafi móts, en að velja markmann sem spilar í frönsku úrvalsdeildinni.
En ég vil treysta á reynsluna í þessum leikjum, reynslumikinn markmann fyrir aftan reynslumikla varnarlínu þar sem allir gjörþekkja alla. Leikskipulag íslenska landsliðsins hentar Hannesi vel og styrkleikar hans munu njóta sín í þessum leikjum.

Daði Lárusson - Fyrrum markvörður - 3 landsleikir:
Ég sé bara Hannes vera þann sem ég treysti mest fyrir markmannsstöðunni. Hannes er svo mikill leiðtogi og stýrir mönnum vel fyrir framan sig. Hann er væntanlega í toppformi í dag þar sem Rajko lætur hann vinna fyrir kaupinu. Hannes er besti markmaður okkar í dag þrátt fyrir einhverjar gagnrýnisraddir undanfarið.
Það er allavega mín skoðun.

Ingvar Þór Kale - Markvörður - 8 unglingalandsleikir:
Ég er á því að Hannes eigi að spila. Hann hefur vissulega ekki byrjað deildina eins og best verður á kosið en hann hefur alltaf staðið sig vel með landsliðinu og þekkir til að mynda hafsentana sína vel sem er mjög mikilvægt. Ég held að leikmenn liðsins treysti honum best og finnst mér það vera stærsti faktorinn í af hverju hann ætti að spila.

Hjörvar Ólafsson - Fréttablaðið - 0 landsleikir
Að mínu mati ætti Rúnar Alex Rúnarsson að standa í markinu í þessum leikjum. Hannes Þór Halldórsson hefur ekki sýnt jafn flekklausa franmistöðu í síðustu landsleikjum og hann hefur gert undanfarin ár. Af þeim sökum ættu þeir Rúnar Alex og Hannes Þór að standa jafnfætis í samkeppbinni um markmannsstöðuna næstu misserin en Hannes Þór ekki að eiga fast sæti eins og verið hefur síðasta áratuginn tæpan. Þá hefur Rúnar Alex staðið sig vel í síðustu leikjum Dijon og er sá markvörður sem ætti að taka við keflinu af Hannesi Þór á þessum tímapunkti.

Gunnar Birgisson - RÚV - 0 landsleikir
Rúnar Alex Rúnarsson. Fyrir mér á hann að standa í rammanum, allavega í fyrri leiknum, þarf svo að fá að taka stöðuna aðeins eftir hann. Hefur verið nóg að gera hjá honum í þeim leikjum sem hann hefur spilað í vetur og hann hefur staðið sig vel í erfiðri botnbaráttu, við þurfum að halda boltanum meira en venjulega gegn Albaníu og hann er kjörinn í það, góður með boltann á fótunum og góðar sendingar frá honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner