Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 24. maí 2019 19:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pape skýtur á Bjögga: Getur ekki kallað þetta dómgreindarleysi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björgvin Stefánsson, var að lýsa leik í Inkasso-deildinni á vefsjónvarpsstöð uppeldisfélags síns, Hauka, í gær þegar hann lét út úr sér rasísk ummæli.

„Þetta er það sem ég er alltaf að segja, það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum,“ sagði Björgvin.

Björgvin hefur beðist afsakanir á orðum sínum: „Í ljósi umræðu sem skapaðist í kjölfar ummæla sem ég lét falla í beinni útsendingu á HaukarTV, vil ég biðja alla afsökunar og undirstrika að ummælin voru vanhugsuð og sögð í hugsunarleysi," skrifar Bjöggi.

„Þau lýsa engan veginn afstöðu minni í garð þeirra sem eru dökkir á hörund frekar en annara minnihlutahópa. Ég gerðist sekur um hraparlegt dómgreindarleysi og biðst innilegrar afsökunar á þessum heimskulegu ummælum mínum."


Pape Mamadou Faye, framherji Þróttar í Vogum, kom fyrst til landsins árið 2003. Hann hefur orðið fyrir kynþáttafordómum vegna húðlitar síns.

Í dag skaut Pape á afsökunarbeiðni Björgvins á twitter. Þar skrifar Pape: „Þú getur ekki kallað þetta dómgreindarleysi ef þú ert alltaf að segja þetta litli fáviti!"




Lestu meira um málið:
Björgvin má eiga von á fimm leikja banni
Björgvin Stefánsson með kynþáttaníð í beinni útsendingu
Biðst innilegrar afsökunar á heimskulegum ummælum
Knattspyrnudeild Hauka harmar ummæli Björgvins
KSÍ safnar gögnum eftir rasísk ummæli Bjögga Stef
KR sendir frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Björgvins

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner