Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 24. maí 2023 11:30
Elvar Geir Magnússon
Erlendur og Jóhann dæma stórleikina á morgun
Erlendur Eiríksson, dómari leiksins.
Erlendur Eiríksson, dómari leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir stórleikir verða í Bestu deildinni annað kvöld, þetta eru leikir sem eru færðir úr 13. og 15. umferð til að rýma fyrir plássi á leikjadagatalinu þegar Evrópukeppni félagsliða fer af stað.

Topplið Víkings fer norður á Akureyri og mætir KA klukkan 18. Liðin sem eru í öðru og þriðja sæti mætast svo klukkan 19:15 þegar Breiðablik tekur á móti Val.

KSÍ hefur opinberað hverjir dæma leikina tvo.

Málarameistarinn Erlendur Eiríksson dæmir leik KA og Víkings á Akureyri. Egill Guðvarður Guðlaugsson og Eysteinn Hrafnkelsson eru aðstoðardómarar og Sveinn Arnarsson fjórði dómari.

Jóhann Ingi Jónsson dæmir leik Breiðabliks og Vals. Birkir Sigurðarson og Andri Vigfússon eru aðstoðardómarar og Ívar Orri Kristjánsson fjórði dómari.

fimmtudagur 25. maí

Besta-deild karla
18:00 KA-Víkingur R. (Greifavöllurinn) - Erlendur Eiríksson
19:15 Breiðablik-Valur (Kópavogsvöllur) - Jóhann Ingi Jónsson
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner