Chelsea tilbúið að losa Mudryk - Zubimendi sér eftir því að hafa hafnað Liverpool
   mið 24. maí 2023 20:51
Brynjar Ingi Erluson
Kostulegt sjálfsmark hjá liðsfélaga Árna
Árni og hans menn eru úr leik í bikarnum
Árni og hans menn eru úr leik í bikarnum
Mynd: Zalgiris Vilnius
Lið Árna Vilhjálmssonar, Zalgiris, er úr leik í bikarnum í Litháen eftir að hafa tapað fyrir Kauno Zalgiris, 3-0, í dag, en þriðja markið var alveg kostulegt.

Markvörður Zalgiris var í þann mun að fara taka markspyrnu og ætlaði hann að flýta sér að koma boltanum fram.

Það fór þó ekki betur en svo að hann þrumaði boltanum í hnakkann á liðsfélaga sínum, Stipe Vucur, og þaðan fór boltinn í netið.

Vucur lá svo eftir í grasinu. Ansi neyðarlegt allt saman en markið má sjá hér fyrir neðan.

Sjáðu sjálfsmarkið hér
Athugasemdir
banner
banner
banner