Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fös 24. maí 2024 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dortmund eltist við næst markahæsta leikmann Bundesligunnnar
Serhou Guirassy.
Serhou Guirassy.
Mynd: Getty Images
Borussia Dortmund er að eltast við Serhou Guirassy, sóknarmann Stuttgart.

Fabrizio Romano segir frá þessu.

Hann er ofarlega á óskalista Dortmund fyrir sumarið en Guirassy er með riftunarverð í samningi sínum upp á 17,5 milljónir evra.

Guirassy, sem er 28 ára gamall, átti magnað tímabil með Stuttgart og skoraði 28 mörk í 28 deildarleikjum. Hann endaði sem næst markahæsti leikmaður deildarinnnar á eftir Harry Kane.

Það eru fleiri félög sem eru á eftir Guirassy og verður fróðlegt að sjá hvar hann endar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner