Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fös 24. maí 2024 21:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pétur útskýrir af hverju Valur vildi ekki fresta - „Það var ekkert flókið"
Kvenaboltinn
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Breiðablik fagnaði sigri í kvöld.
Breiðablik fagnaði sigri í kvöld.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Mér fannst við hafa algjöra yfirburði í fyrri hálfleik," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, svekktur eftir 2-1 tap gegn Breiðabliki í toppslagnum í Bestu deildinni í kvöld.

„Það var smá kafli - 10 til 15 mínútur í seinni hálfleik - þar sem við erum að gefa boltann frá okkur óþarfa mikið. Þær negla einfaldlega boltanum í gegn endalaust á tvo sentera. Það gekk upp hjá þeim einu sinni. Svo fáum við mark á okkur úr hornspyrnu og það er ekki líkt okkur að fá á okkur mark úr hornspyrnu."

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Valur

Valsliðið var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en þegar líða tók á seinni hálfleik þá voru Blikar sterkari og komu til baka.

„Mér finnst við eiga 60-70 prósent í þessum leik," sagði Pétur.

Hversu stórt er það fyrir tímabilið að tapa þessum leik?

„Það eru 20 leikir eftir og þetta skiptir engu máli. Við höfum tapað hérna áður."

Veðrið í kvöld var alls ekki gott til fótboltaiðkunnar en það er gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu. Breiðablik vildi fresta leiknum en Valur vildi það ekki. Það er landsleikjahlé framundan og nokkrir leikmenn Vals voru búin að gera önnur plön fyrir morgundaginn.

„Það var ekkert flókið. KSÍ stóð sig vel í þessu, ég vil taka það fram. Við erum spurð hvort við viljum fresta en við erum með þrjá leikmenn sem eru að fara erlendis á morgun, á Evrópuleikinn í handbolta og meira. Við gátum aldrei spilað þennan leik á laugardeginum. Við gátum frestað honum lengra en við gátum ekki spilað hann á morgun. Þetta er svo sem bara venjulegt rok og rigningarveður sem maður æfir í á hverjum degi allan veturinnn," sagði Pétur en væntanlega kom ekki til greina að fresta leiknum lengra inn í mótið því það myndi líklega riðla leikjaplaninu.

Pétur hefur trú á því að liðið muni jafna sig fljótt á þessu tapi. „Ég hef engar áhyggjur af því," sagði þjálfarinn.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner