Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   fös 24. maí 2024 21:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pétur útskýrir af hverju Valur vildi ekki fresta - „Það var ekkert flókið"
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Breiðablik fagnaði sigri í kvöld.
Breiðablik fagnaði sigri í kvöld.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Mér fannst við hafa algjöra yfirburði í fyrri hálfleik," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, svekktur eftir 2-1 tap gegn Breiðabliki í toppslagnum í Bestu deildinni í kvöld.

„Það var smá kafli - 10 til 15 mínútur í seinni hálfleik - þar sem við erum að gefa boltann frá okkur óþarfa mikið. Þær negla einfaldlega boltanum í gegn endalaust á tvo sentera. Það gekk upp hjá þeim einu sinni. Svo fáum við mark á okkur úr hornspyrnu og það er ekki líkt okkur að fá á okkur mark úr hornspyrnu."

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Valur

Valsliðið var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en þegar líða tók á seinni hálfleik þá voru Blikar sterkari og komu til baka.

„Mér finnst við eiga 60-70 prósent í þessum leik," sagði Pétur.

Hversu stórt er það fyrir tímabilið að tapa þessum leik?

„Það eru 20 leikir eftir og þetta skiptir engu máli. Við höfum tapað hérna áður."

Veðrið í kvöld var alls ekki gott til fótboltaiðkunnar en það er gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu. Breiðablik vildi fresta leiknum en Valur vildi það ekki. Það er landsleikjahlé framundan og nokkrir leikmenn Vals voru búin að gera önnur plön fyrir morgundaginn.

„Það var ekkert flókið. KSÍ stóð sig vel í þessu, ég vil taka það fram. Við erum spurð hvort við viljum fresta en við erum með þrjá leikmenn sem eru að fara erlendis á morgun, á Evrópuleikinn í handbolta og meira. Við gátum aldrei spilað þennan leik á laugardeginum. Við gátum frestað honum lengra en við gátum ekki spilað hann á morgun. Þetta er svo sem bara venjulegt rok og rigningarveður sem maður æfir í á hverjum degi allan veturinnn," sagði Pétur en væntanlega kom ekki til greina að fresta leiknum lengra inn í mótið því það myndi líklega riðla leikjaplaninu.

Pétur hefur trú á því að liðið muni jafna sig fljótt á þessu tapi. „Ég hef engar áhyggjur af því," sagði þjálfarinn.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner