Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   fös 24. maí 2024 21:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pétur útskýrir af hverju Valur vildi ekki fresta - „Það var ekkert flókið"
Kvenaboltinn
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Breiðablik fagnaði sigri í kvöld.
Breiðablik fagnaði sigri í kvöld.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Mér fannst við hafa algjöra yfirburði í fyrri hálfleik," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, svekktur eftir 2-1 tap gegn Breiðabliki í toppslagnum í Bestu deildinni í kvöld.

„Það var smá kafli - 10 til 15 mínútur í seinni hálfleik - þar sem við erum að gefa boltann frá okkur óþarfa mikið. Þær negla einfaldlega boltanum í gegn endalaust á tvo sentera. Það gekk upp hjá þeim einu sinni. Svo fáum við mark á okkur úr hornspyrnu og það er ekki líkt okkur að fá á okkur mark úr hornspyrnu."

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Valur

Valsliðið var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en þegar líða tók á seinni hálfleik þá voru Blikar sterkari og komu til baka.

„Mér finnst við eiga 60-70 prósent í þessum leik," sagði Pétur.

Hversu stórt er það fyrir tímabilið að tapa þessum leik?

„Það eru 20 leikir eftir og þetta skiptir engu máli. Við höfum tapað hérna áður."

Veðrið í kvöld var alls ekki gott til fótboltaiðkunnar en það er gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu. Breiðablik vildi fresta leiknum en Valur vildi það ekki. Það er landsleikjahlé framundan og nokkrir leikmenn Vals voru búin að gera önnur plön fyrir morgundaginn.

„Það var ekkert flókið. KSÍ stóð sig vel í þessu, ég vil taka það fram. Við erum spurð hvort við viljum fresta en við erum með þrjá leikmenn sem eru að fara erlendis á morgun, á Evrópuleikinn í handbolta og meira. Við gátum aldrei spilað þennan leik á laugardeginum. Við gátum frestað honum lengra en við gátum ekki spilað hann á morgun. Þetta er svo sem bara venjulegt rok og rigningarveður sem maður æfir í á hverjum degi allan veturinnn," sagði Pétur en væntanlega kom ekki til greina að fresta leiknum lengra inn í mótið því það myndi líklega riðla leikjaplaninu.

Pétur hefur trú á því að liðið muni jafna sig fljótt á þessu tapi. „Ég hef engar áhyggjur af því," sagði þjálfarinn.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner