Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
Nik um meiðsli Öglu Maríu: Hún liggur ekki nema það sé eitthvað alvarlegt
Haraldur Freyr: Mögulega á endanum heppnir að hann fari jafntefli
Sigurvin: Þurfti einhver töfrabrögð til að brjóta ísinn
Hemmi Hreiðars: Þetta var til fyrirmyndar
Úlfur: Leikmenn nafngreindir og þeir kallaðir aumingjar og annað
Bragi Karl: Náði því snemma í fyrra og næ því vonandi sem fyrst núna
Magnús Már: Eitthvað sem við eigum ekki að sjá á heimavelli
Orðinn markahæstur í sögu Njarðvíkur: Stoltur og stór áfangi fyrir mig
Chris Brazell: Dómarateymið bað okkur afsökunar
Gunnar Heiðar: Rosalega mikið sem gerðist á stuttum tíma
Eyjó Héðins: Aðalatriðið var bara að ná að troða honum inn
Hetja Hauka: Væri helvíti gaman að spila á Laugardalsvellinum
Haddi: Ég er farinn að kannast við mitt KA lið
Aron Bjarna: Mikilvægt að vinna þessa leiki
Fagnaði langþráðum sigri ÍA gegn KR - „Fékk afbrigði af Covid sem enginn hefur fengið"
Ingvar Jóns skilur ekkert: Hugsaði aldrei að hann myndi dæma víti
Arnar Gunnlaugs fámáll - „Umræðan um Víking er orðin fáranleg“
Arnar Grétars: Mér fannst við miklu betri í dag
Gylfi: Ingvar reyndi að taka mig á taugum
Þorsteinn Aron: Ömurlegir í fyrri og alvöru karakter að koma til baka
banner
   fös 24. maí 2024 21:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pétur útskýrir af hverju Valur vildi ekki fresta - „Það var ekkert flókið"
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Breiðablik fagnaði sigri í kvöld.
Breiðablik fagnaði sigri í kvöld.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Mér fannst við hafa algjöra yfirburði í fyrri hálfleik," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, svekktur eftir 2-1 tap gegn Breiðabliki í toppslagnum í Bestu deildinni í kvöld.

„Það var smá kafli - 10 til 15 mínútur í seinni hálfleik - þar sem við erum að gefa boltann frá okkur óþarfa mikið. Þær negla einfaldlega boltanum í gegn endalaust á tvo sentera. Það gekk upp hjá þeim einu sinni. Svo fáum við mark á okkur úr hornspyrnu og það er ekki líkt okkur að fá á okkur mark úr hornspyrnu."

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Valur

Valsliðið var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en þegar líða tók á seinni hálfleik þá voru Blikar sterkari og komu til baka.

„Mér finnst við eiga 60-70 prósent í þessum leik," sagði Pétur.

Hversu stórt er það fyrir tímabilið að tapa þessum leik?

„Það eru 20 leikir eftir og þetta skiptir engu máli. Við höfum tapað hérna áður."

Veðrið í kvöld var alls ekki gott til fótboltaiðkunnar en það er gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu. Breiðablik vildi fresta leiknum en Valur vildi það ekki. Það er landsleikjahlé framundan og nokkrir leikmenn Vals voru búin að gera önnur plön fyrir morgundaginn.

„Það var ekkert flókið. KSÍ stóð sig vel í þessu, ég vil taka það fram. Við erum spurð hvort við viljum fresta en við erum með þrjá leikmenn sem eru að fara erlendis á morgun, á Evrópuleikinn í handbolta og meira. Við gátum aldrei spilað þennan leik á laugardeginum. Við gátum frestað honum lengra en við gátum ekki spilað hann á morgun. Þetta er svo sem bara venjulegt rok og rigningarveður sem maður æfir í á hverjum degi allan veturinnn," sagði Pétur en væntanlega kom ekki til greina að fresta leiknum lengra inn í mótið því það myndi líklega riðla leikjaplaninu.

Pétur hefur trú á því að liðið muni jafna sig fljótt á þessu tapi. „Ég hef engar áhyggjur af því," sagði þjálfarinn.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner