Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
banner
   fös 24. maí 2024 21:12
Stefán Marteinn Ólafsson
Telma enn nefbrotin en sneri til baka - „Ógeðslega ánægð"
Kvenaboltinn
Telma Ívarsdóttir, markvörður Breiðabliks.
Telma Ívarsdóttir, markvörður Breiðabliks.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Breiðablik tóku á móti Val í stórleik umferðarinnar í Bestu deild kvenna í kvöld.

Bæði lið voru fyrir leikinn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar svo það var ljóst að annaðhvort liðið hið minnsta þyrfti að gefa eftir.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Valur

„Ógeðslega ánægð. Gæti ekki verið ánægðri með að fara í landsliðspásuna á toppnum." Sagði Telma Ívardóttir markvörður Breiðabliks eftir sigurinn í dag.

Aðstæðurnar spiluðu stórt hlutverk í leiknum í kvöld og var því ekki úr vegi að spyrja hvernig það væri hreinlega að spila í þessum aðstæðum. 

„Ekkert það gaman verð ég að viðurkenna. Þetta var nátturlega ekkert rosalega mikill fótbolti á köflum. Þetta var rosalega mikið bara að spara boltanum einhvert og hann fauk bara einhvert." 

„Við búum á Íslandi og við höfum oft spilað í verra veðri en þetta þannig þetta var alveg allt í lagi en ég er mjög fegin að þetta sé búið." 

Telma var sammála því að gæðin sem liðin hefðu getað sýnt hafi svolítið liðið fyrir þessar aðstæður hér í kvöld.

„Já alveg klárlega. Við sáum ekki gæðin sem að bæði þessi lið hafa á vellinum í dag, því miður."

Þessi leikur var sannkallaður leikur tveggja hálfleika þar sem Valur hafði yfirhöndina í fyrri hálfleiknum en í síðari hálfleik breyttist það.

„Við ákváðum bara að fara úr í seinni hálfleik með fullan kjark og þora að gera hlutina eins og við viljum gera þá. Mér fannst við bara sýna það í seinni hálfleik að við komum fullar af orku úr í seinni hálfleikinn og kláruðum leikinn þannig." 

Telma er að stíga upp úr meiðslum og er öll að koma til.

„Standið er bara allt í góðu. Ég er alveg ennþá nefbrotinn, það er ekki ennþá búið að gróa en finn ekkert fyrir því þannig séð þannig ég er bara mjög góð á því held ég." 

Nánar er rætt við Telmu Ívarsdóttur í spilarnum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner