Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 24. júlí 2021 14:26
Brynjar Ingi Erluson
3. deild: Mikilvægur sigur Einherja
Jón Orri Ólafsson, þjálfari Einherja og Bjartur Aðalbjörnsson, fyrirliði og formaður félagsins gátu fagnað sigri í dag
Jón Orri Ólafsson, þjálfari Einherja og Bjartur Aðalbjörnsson, fyrirliði og formaður félagsins gátu fagnað sigri í dag
Mynd: Einherji
Einherji 2 - 1 KFS
1-0 Björn Andri Ingólfsson ('3 )
2-0 Ismael Moussa Yann Trevor ('35 )
2-1 Eyþór Daði Kjartansson ('90 )

Jón Orri Ólafsson náði í fyrsta sigurinn sem þjálfari Einherja á þessu tímabili í dag er liðið lagði KFS að velli, 2-1. Þetta eru þrjú mikilvæg stig fyrir Einherja í fallbaráttunni.

Grenvíkingurinn Björn Andri Ingólfsson kom Einherja yfir á 3. mínútu og bætti Ismael Moussa Yann Trevor við öðru marki þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum.

Gestirnir minnkuðu muninn undir lok leiks er Eyþór Daði Kjartansson skoraði en það var of seint og þriðji sigur Einherja á tímabilinu staðreynd.

Liðið er áfram í neðsta sæti með 10 stig, aðeins einu stigi frá öruggu sæti. KFS er með 13 stig í 9. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner