Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   sun 24. júlí 2022 16:52
Arnar Laufdal Arnarsson
Hemmi Hreiðars: Erum með fókusinn á sjálfa okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Við vorum frábærir í dag, djöfulsins kraftur og stemning og fókus í liðinu, þetta var ofboðslega flottur sigur" Sagði Hermann Hreiðarsson í viðtali eftir leik en ÍBV unnu frábæran útisigur á Leikni R. en leikar enduðu 1-4 fyrir ÍBV.

Hemmi hefur upp á síðkastið verið að hóta því í viðtölum að sigrarnir færu að koma og nú eru Eyjamenn komnir með tvo sigra í röð.

"Við vorum með frammistöður en fyrsti sigurinn var að láta standa aðeins á sér og eftir sigurinn gegn Val þá förum við af svakalegum krafti inn í leikinn hér í dag, við áttum þetta skilið þar sem þetta var geggjuð frammistaða og geggjaður karakter í liðinu"

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  4 ÍBV

Bjóst Hemmi kannski við meiri mótspyrnu í dag?

"Já algjörlega, Leiknir eru með flott fótboltalið og hafa sýnt að þeir eru ekkert lamb að leika sér við. Auðvitað bjuggust við við hörku leik og vorum búnir að leggja upp í hörku leik en við erum með fókusinn á sjálfum okkur og höfum verið með það í sumar"

"Þetta hafa verið vaxandi frammistöður í síðustu 4-5 leikjum þar sem við höfum verið flottir. Við höfum bara bullandi trú á því sem við erum að gera, bullandi stemmning í hópnum og samstaða í liðinu"

Leikmenn að koma til Eyja eða eru menn að fara frá Eyjum? Hvernig standa leikmannamál?

"Við erum bara alltaf að skoða eins og allir aðrir, það kemur kannski eitthvað en kannski ekki"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem að Hemmi talar um að maður kemur í manns stað, Þjóðhátíðarleikinn og fleira.
Athugasemdir
banner