Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   sun 24. júlí 2022 16:52
Arnar Laufdal Arnarsson
Hemmi Hreiðars: Erum með fókusinn á sjálfa okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Við vorum frábærir í dag, djöfulsins kraftur og stemning og fókus í liðinu, þetta var ofboðslega flottur sigur" Sagði Hermann Hreiðarsson í viðtali eftir leik en ÍBV unnu frábæran útisigur á Leikni R. en leikar enduðu 1-4 fyrir ÍBV.

Hemmi hefur upp á síðkastið verið að hóta því í viðtölum að sigrarnir færu að koma og nú eru Eyjamenn komnir með tvo sigra í röð.

"Við vorum með frammistöður en fyrsti sigurinn var að láta standa aðeins á sér og eftir sigurinn gegn Val þá förum við af svakalegum krafti inn í leikinn hér í dag, við áttum þetta skilið þar sem þetta var geggjuð frammistaða og geggjaður karakter í liðinu"

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  4 ÍBV

Bjóst Hemmi kannski við meiri mótspyrnu í dag?

"Já algjörlega, Leiknir eru með flott fótboltalið og hafa sýnt að þeir eru ekkert lamb að leika sér við. Auðvitað bjuggust við við hörku leik og vorum búnir að leggja upp í hörku leik en við erum með fókusinn á sjálfum okkur og höfum verið með það í sumar"

"Þetta hafa verið vaxandi frammistöður í síðustu 4-5 leikjum þar sem við höfum verið flottir. Við höfum bara bullandi trú á því sem við erum að gera, bullandi stemmning í hópnum og samstaða í liðinu"

Leikmenn að koma til Eyja eða eru menn að fara frá Eyjum? Hvernig standa leikmannamál?

"Við erum bara alltaf að skoða eins og allir aðrir, það kemur kannski eitthvað en kannski ekki"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem að Hemmi talar um að maður kemur í manns stað, Þjóðhátíðarleikinn og fleira.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner