Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
   lau 24. ágúst 2024 17:55
Sölvi Haraldsson
„Búinn að gleyma því hversu ógeðsleg tilfinning þetta er“
Lengjudeildin
Haraldur Freyr, þjálfari Keflavíkur.
Haraldur Freyr, þjálfari Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var bara hundfúlt að tapa, maður er búinn að gleyma því hversu ógeðsleg tilfinning þetta er. Við byrjum leikinn frekar sloppy og illa. Við töluðum aðeins saman í hálfleik og vorum allt annað lið í seinni hálfleik. Við vorum allt annað lið í seinni hálfleik og náum að jafna. Þetta er bara hörkuleikur en mér fannst við vera ofan á í seinni hálfleik og fannst sigurmarkið vera að koma hjá okkur.“ sagði Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, eftir 3-2 tap gegn Þrótti Reykjavík í Laugardalnum í kvöld.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 -  2 Keflavík

Keflvíkingar komu tvisvar sinnum til baka í dag áður en þeir fengu sigurmarkið í andlitið í lokin.

Það er alltaf sterkt að koma til baka og það er karakter í okkur. Þegar við gerum 2-2 markið fannst mér eins og við séum að fara að sigla þessu heim en svo fáum við eitt í andlitið á loka sekúndunum og töpum. Það er bara áfram gakk og gíra okkur upp í næsta leik.

Haraldur var ánægður með frammistöðuna í dag þrátt fyrir tap.

Mér fannst við spila mjög vel á löngum köflum í seinni hálfleik og erum með leikinn. Auðvitað er alltaf eitthvað sem við getum fundið þegar við förum að skoða leikinn aftur, þetta var bara mjög fínn leikur hjá okkur en töpum honum.“

Var ennþá meira svekkjandi að tapa í dag þar sem ÍBV tapaði sömuleiðis? Hefði Keflavík unnið væri deildin í þeirra höndum þar sem þeir mæta ÍBV næstkomandi föstudag.

Það er alltaf svekkjandi að tapa en auðvitað eins og þetta spilaðist þá hefði verið ennþá betra að ná í sigur. En það eru 3 leikir eftir af þessu hefðbundna móti og það getur allt gerst. Við fáum ÍBV í heimsókn í Keflavík á föstudaginn.

Viðtalið við Harald má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner