Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
banner
   lau 24. ágúst 2024 17:55
Sölvi Haraldsson
„Búinn að gleyma því hversu ógeðsleg tilfinning þetta er“
Lengjudeildin
Haraldur Freyr, þjálfari Keflavíkur.
Haraldur Freyr, þjálfari Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var bara hundfúlt að tapa, maður er búinn að gleyma því hversu ógeðsleg tilfinning þetta er. Við byrjum leikinn frekar sloppy og illa. Við töluðum aðeins saman í hálfleik og vorum allt annað lið í seinni hálfleik. Við vorum allt annað lið í seinni hálfleik og náum að jafna. Þetta er bara hörkuleikur en mér fannst við vera ofan á í seinni hálfleik og fannst sigurmarkið vera að koma hjá okkur.“ sagði Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, eftir 3-2 tap gegn Þrótti Reykjavík í Laugardalnum í kvöld.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 -  2 Keflavík

Keflvíkingar komu tvisvar sinnum til baka í dag áður en þeir fengu sigurmarkið í andlitið í lokin.

Það er alltaf sterkt að koma til baka og það er karakter í okkur. Þegar við gerum 2-2 markið fannst mér eins og við séum að fara að sigla þessu heim en svo fáum við eitt í andlitið á loka sekúndunum og töpum. Það er bara áfram gakk og gíra okkur upp í næsta leik.

Haraldur var ánægður með frammistöðuna í dag þrátt fyrir tap.

Mér fannst við spila mjög vel á löngum köflum í seinni hálfleik og erum með leikinn. Auðvitað er alltaf eitthvað sem við getum fundið þegar við förum að skoða leikinn aftur, þetta var bara mjög fínn leikur hjá okkur en töpum honum.“

Var ennþá meira svekkjandi að tapa í dag þar sem ÍBV tapaði sömuleiðis? Hefði Keflavík unnið væri deildin í þeirra höndum þar sem þeir mæta ÍBV næstkomandi föstudag.

Það er alltaf svekkjandi að tapa en auðvitað eins og þetta spilaðist þá hefði verið ennþá betra að ná í sigur. En það eru 3 leikir eftir af þessu hefðbundna móti og það getur allt gerst. Við fáum ÍBV í heimsókn í Keflavík á föstudaginn.

Viðtalið við Harald má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner