
„Þetta er bara geðveikt. Það var kominn tími til að vinna leik gegn liði sem er í kringum okkur. Við vorum núna búnir að tapa við ÍR og Aftureldingu. Það var kominn tími til að vinna þessa leiki sem telja.“ sagði Emil Skúli Einarsson, leikmaður Þróttar, eftir 3-2 sigur á Keflavík í dag.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 - 2 Keflavík
Settu Þróttarar leikinn upp sem úrslitaleik?
„Já og nei. Með því að vinna höldum við okkur í baráttunni þótt það sé alveg langsótt. Við höfum ennþá trúna. Ef við vinnum okkar leiki getur þetta fallið okkur í hag.“
Sigurður Steinar skoraði sigurmarkið en Emil segist ætla að leggja inn á hann pening á eftir.
„Ég ætla að aura á (Sigurð) Steinar á eftir. Ég bara trúi þessu ekki að við fengum dagger hérna, skemmtilegt að gefa áhorfendunum þetta. Mikil stemning og dýrmætt að ná í þessi þrjú stig.“
Emil jafnaði leikinn í 2-2 í dag en þetta var hans fyrsta deildarmark fyrir Þrótt Reykjavík.
„Ég skoraði fyrsta deildarmarkið mitt í dag, það er sætt ég er búinn að bíða lengi. Þegar ég næ að koma mér á fjær er voðin oft vís og ég náði að koma honum inn ég veit ekki hvernig það æxlaðist.“
Emil Skúli er mjög bjartsýnn á framhaldið.
„Mér líst bara frábærlega á þetta. Restin af leikjunum eru á gervigrasi sem er þæginlegt fyrir okkur því við spilum og æfum á gervigrasi. Ég hef bara fulla trú á því að við vinnum rest.“ sagði Emil Skúli að lokum.
Viðtalið við Emil má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.