Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
   lau 24. ágúst 2024 18:50
Anton Freyr Jónsson
Óli Hrannar: Talsvert meira sexí að enda í sjöunda sæti heldur en tíunda
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Ég er bara ótrúlega ánægður, við áttum erfiðan síðasta leik og svöruðum því svolítið í dag." sagði Ólafur Hrannar Kristjánsson  þjálfari Leiknis eftir stórsigurinn á Þór Akureyri í Breiðholtinu í dag.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 5 -  1 Þór

„Fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstakur hjá okkur og Þórsararnir voru svolítið með okkur svona 10 - 20 mínútna kafla í leiknum þar sem okkur leið bara frekar ílla. Það voru ákveðin svæði þarna sem við áttum erfitt með að loka á "

„Gerðum smá áherslubreytingar eftir að við skorum annað markið og svo léttar áherslubreytingar sem við tókum í hálfleik og við náðum að keyra hratt á Þórsvörnina."

„Við náðum bara vel útfærðum skyndisóknum, þegart við náðum að þétta raðirnar. Þegar við náðum að þétta raðirnar þá komust Þórararnir ekkert áfram."

„Við lítum svolítið á þetta að þegar við erum orðnir öryggir með sæti í deildinni þá viljum við horfa á sætin fyrir ofan okkur og það er talsvert meira sexy að enda í sjöunda sæti heldur en tíunda sæti og ég vona að menn vilji það jafn mikið og ég."

Nánar var rætt við Ólaf Hrannar í viðtalinu í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner