Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   lau 24. ágúst 2024 18:34
Anton Freyr Jónsson
Siggi Höskulds: Þurfum að setjast niður með liðinu og líta í spegil
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Leiknir og Þór mættust á Domusnovavellinum í efra Breiðholti í dag og Leiknir Reykjavík hafði betur 5-1 og var Sigurður Heiðar Höskuldsson vægast sagt pirraður að leikslokum. 

,,Já ég er það. Það væri skrítið ef ég væri það ekki." sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Þórs. 


Lestu um leikinn: Leiknir R. 5 -  1 Þór

„Þetta er saga sumarsins einhverneigin. Náum ekki að komst yfir, við fáum sláarskot, stangarskot og eins og þú segir þá fannst mér við vera aðeins yfir. Mér fannst við vera að verjast því sem þeir voru að gera nokkuð vel, mér fannst við bara flottir en svo gerum við ein mistök og það kostar strax mark og fáum strax mark í andlitið og komum svo til baka."

„Mér fannst við byrja seinni hálfleikinn allt í lagi, svo skora þeir þriðja markið og þá fer þessi leikur í einhvern indjána fótbolta og þeir bara stútuðu okkur og við réðum ekkert við þá. Hættum að gera það sem við vorum að gera vel í fyrri hálfleik og byrjun seinni hálfleik og þá var þetta bara mjög auðvelt fyrir þá"

Þrjár umferðir eru eftir í deildinni og Þór Akureyri er ekki enþá alveg örugggt með sæti sitt í Lengjudeildinni að ári. Hvernig horfir Siggi á framhaldið? 

„Við vorum með markmið fyrir síðustu fimm leikina og við getum enþá náð þeim. Við þurfum aðeins að setjast niður með liðinu og aðeins að líta í spegil og ef við ætlum að spila svona í síðustu leikjunum þá getum við horft á þetta sem mikil, mikil vonbrigði."


Athugasemdir
banner