Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
   lau 23. ágúst 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aron Einar lagði upp gegn gömlu félögunum - Öruggt hjá Nóel Atla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson byrjar nýtt tímabil af krafti með Al-Gharafa í deildinni í Katar.

Liðið lagði Umm-Salal í fyrstu umferð þar sem Aron skoraði laglegt mark í endurkomusigri. Hann lét til sín taka í gær þegar liðið vann hans fyrrum félaga í Al-Arabi.

Leiknum lauk með 2-1 sigri Al-Gharafa en liðið lenti undir. Aron lagði upp jöfnunarmarkið á Joselu. Hann átti langa sendingu fram völlinn og Joselu tók vel á móti boltanum og skoraði.

Nóel Atli Arnórsson var í byrjunarliði Álaborg sem vann öruggan 4-0 sigur gegn Hvidovre í næst efstu deild í Danmörku. Álaborg er í 7. sæti með átta stig eftir sjö umferðir.

Viðar Ari Jónsson spilaði 82 mínútur þegar HamKam gerði 2-2 jafntefli gegn KFUM Oslo í efstu deild í Noregi. HamKam er í 12. sæti með 21 stig eftir 19 umferðir.

Rúnar Þór Sigurgeirsson átti frábæran leik þegar Willem II lagði Almere City í næst efstu deild í Hollandi. Flashscore gaf honum 8,1 í einkunn en það er sama einkunn og Raffael Behounek, maður leiksins, fékk.

Helgi Fróði Ingason kom inn á undir lokin þegar Helmond lagði Emmen 2-0. Helmond er með 4 stig eftir þrjár umferðir en Willem II er með þrjú stig
Athugasemdir
banner
banner