
Baráttan um brasilíska framherjann Rodrygo harðnar en þrjú félög úr ensku úrvalsdeildinni eru með auga á honum nú þegar nokkrir dagar eru í gluggalok. Þetta kemur fram í Powerade-slúðurpakka dagsins.
Manchester City hefur ekki útilokað möguleikann á að fá brasilíska sóknarmanninn Rodrygo (24) frá Real Madrid. Hann er metinn á 69,3 milljónir punda. (ESPN)
Arsenal og Liverpool eru einnig áhugasöm um Rodrygo, en Liverpool reynir að finna mann í stað Luis Díaz (28) sem fór til Bayern München í sumar. (Teamtalk)
Ange Postecoglou og Jose Mourinho eru taldir líklegastir til að taka við Nottingham Forest ef félagið skyldi reka Nuno Espirito Santo (Sun)
Real Madrid er að fylgjast með stöðu enska miðjumannsins Adam Wharton (21) sem er á mála hjá Crystal Palace. (AS)
Ekki er útlit fyrir að senegalski framherjinn Nicolas Jackson (24) fari til Aston Villa. Chelsea verðmetur Jackson á 70 milljónir punda, sem virðist vera stór hindrun fyrir Villa-menn. (Sun)
Andre Onana (29), markvörður Manchester United og kamerúnska landsliðsins, verður líklegast áfram hjá félaginu þrátt fyrir óvissu um stöðu hans í hópnum. Belgíski markvörðurinn Senne Lammens (23) er líklega á leið til United og mun berjast við Onana um stöðuna. (Mail)
Antwerp vill fá 17 milljónir punda fyrir Lammens sem hefur ekki enn spilað sinn fyrsta A-landsleik með Belgum. (Sun)
Tottenham er reiðubúið að leggja fram nýtt og endurbætt tilboð í Savinho (21) hjá Manchester City. (Fabrizio Romano)
West Ham hefur lagt fram tilboð í Soungoutou Magassa (21), miðjumann Mónakó í frönsku deildinni. (Guardian)
Mónakó hafnaði fyrsta tilboði sem nemur um 17 milljónum punda en West Ham mun halda áfram að reyna. (Footmercato)
Everton hefur sett sig í samband við Villarreal vegna kamerúnska framherjans Etta Eyong (21). (El Chiringuito)
Athugasemdir