Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
   lau 23. ágúst 2025 11:28
Brynjar Ingi Erluson
Guðlaugur Victor á leið til Horsens - Gerir tveggja ára samning
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson er á leið til danska B-deildarfélagsins Horsens frá Plymouth en þetta segir danska blaðið Tipsbladet.

Wayne Rooney fékk Guðlaug Victor til Plymouth á síðasta ári, en það fór ekki eins og þeir höfðu vonast til.

Rooney sagði upp störfum í lok desember og fór það svo að liðið féll niður í C-deildina í vor.

Guðlaugur, sem er 34 ára gamall, mætti inn í nýtt tímabil sem fyrirliði Plymouth, en hann hefur nú ákveðið að skipta um umhverfi eftir að félagið sótti tvo nýja varnarmenn.

Tipsbladet segir hann hafa samþykkt tveggja ára samning hjá Horsens í Danmörku og að hann hafi þegar staðist læknisskoðun hjá félaginu.

Varnarmaðurinn reyndi að snúa aftur í danska boltann. Guðlaugur Victor fór ungur að árum til AGF og spilaði þá einnig með Esbjerg frá 2015 til 2017.

Horsens er á toppnum í B-deildinni með 14 stig.
Athugasemdir
banner
banner