Mexíkóski miðjumaðurinn Edson Alvarez er mættur til Fenerbahce á láni frá West Ham út tímabilið.
West Ham staðfest tíðindin á samfélagsmiðlum í dag en aðeins tvö eru liðin frá því Alvarez gekk í raðir West Ham frá Ajax fyrir 35,4 milljónir punda.
Fenerbahce mun eiga möguleikann á því að gera skiptin varanleg á meðan lánsdvölinni stendur.
Þetta er annar leikmaðurinn sem Jose Mourinho fær úr úrvalsdeildinni í sumar, en hann sótti einnig Nelson Semedo frá Wolves, og þá kom Jhon Duran, fyrrum leikmaður Aston Villa, til félagsins á láni frá Al Nassr.
Alvarez, sem er varnarsinnaður miðjumaður, á 73 leiki að baki með West Ham og komið að fimm mörkum, en hann var ónotaður varamaður í 3-0 tapi liðsins gegn nýliðum Sunderland um síðustu helgi og var eðlilega ekki með þegar liðið tapaði fyrir Chelsea, 5-1, í gær.
Ailemize ho? geldin Edson Alvarez! ???????? pic.twitter.com/EPKps31nAw
— Fenerbahçe SK (@Fenerbahce) August 23, 2025
Athugasemdir