Juve reynir við Kolo Muani og Zirkzee - Mateta orðaður við Spurs - Fundað um Maguire
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   fös 22. ágúst 2025 22:19
Brynjar Óli Ágústsson
Donni: Lang besta liðið á landinu
Vorum ekkert sérlega mikið að einblína á þennan leik
Kvenaboltinn
Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastól
Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastól
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningin er allt í lagi. Ég fer ekkert með óbragð í munninum því mér fannst seinni hálfleikur vera svo góður. Flott skipulag og stelpurnar lögðu allt í það að klára þetta sómasamlega eftir svona pínu sprellikarla fyrri hálfleik að mörgu leiti,'' segir Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastól, eftir 5-0 tap gegn Breiðablik í 15. umferð Bestu deild kvenna.


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  0 Tindastóll

„Við vorum sannleika sagt ekkert sérlega mikið að einblína á þennan leik mjög mikið, nema það að fá ekki of mikið af mörkum á okkur. Fimm mörk er reyndar svolítið mikið en við erum að einblína á næstu tvo leiki,''

Mörkin hjá Breiðablik komu öll innan við 30 mínútum og leikurinn var svo sannarlega tapaður hjá Tindastól innan við þann tíma.

„Við vissum alveg að þetta yrði mjög flókið verkefni fyrir okkur. Við erum með mjög laskað lið og Breiðablik er lang besta liðið á landinu, þannig við vissum alveg að þetta yrði erfiður leikur,''

Það var áhugavert að sjá í leikmannaskýrslunni hjá Tindastól að liðið var aðeins með fjóra leikmenn á bekknum.

„Við eigum bara fáa leikmenn, það er ekkert flókið. Við erum með einn lánsmann frá Breiðablik sem gat ekki verið með í dag og við erum með annan sem var í banni sem er lánsmaður frá Val sem hefur verið að spila mjög vel. Svo er erlendur leikmaður meiddur, við erum ekki með stóran hóp það er bara sannleikurinn,''

Tindastóll liggur í 8. sæti deildarinnar og Halldór var spurður út í gengi liðsins í ár.

„Bara allt í lagi. Þetta er alveg á pari við það sem við gerðum ráð fyrir. Við erum enn þá í góðum séns að enda í 6. sætinu, komast í efra umspil,''

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner