Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
Hólmar: Vestri gerir það sem Vestri gerir vel
Túfa: Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag
Nik: Gott að komast aftur í deildar rútínu
Tilfinningaríkur Guy Smit klökkur í lokin - „langar bara að segja að ég elska þau"
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
Eiður Aron um stuðninginn í kvöld: Ég kem svo fáum orðum að
Besta markið á ferlinum - „Þvílíkur dagur að gera það"
Gunnar Jónas: Sammi er örugglega búinn að brugga eitthvað
Formaður Vals fyrir bikarúrslitin - „Stór dagur fyrir okkur Valsara"
Arnar Sveinn og Jóhann Már eru peppaðir - „Erum komnir til að sækja þennan helvítis sigur"
Best í Mjólkurbikarnum: Ætla ekki að láta það trufla mig
Upplifðu vonbrigði og lærðu helling af því - „Komnir mjög langt síðan þá"
Grétar Guðjohnsen: Væri flott að fá svipaðan díl og Birnir Snær
Guðný: Var tekinn samningsfundur án mín
Kátur Jón Óli vonast til að halda útlendingunum
Dóri Árna: Sjálfstraustsleysi fyrir framan markið
   fös 22. ágúst 2025 23:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Lengjudeildin
Greko er 32 ára Dani sem kom frá Hvidovre í síðasta mánuði. Hann hefur bæði spilað á kantinum og á miðjunni hjá Þór.
Greko er 32 ára Dani sem kom frá Hvidovre í síðasta mánuði. Hann hefur bæði spilað á kantinum og á miðjunni hjá Þór.
Mynd: Ármann Hinrik
'Við eigum að halda því áfram, núna finnum við lyktina af einhverju, en við verðum að halda áfram að gera það sem við höfum verið að gera'
'Við eigum að halda því áfram, núna finnum við lyktina af einhverju, en við verðum að halda áfram að gera það sem við höfum verið að gera'
Mynd: Ármann Hinrik
Þórsarar koma inn í toppslaginn á góðu skriði.
Þórsarar koma inn í toppslaginn á góðu skriði.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Það er stórleikur í Lengjudeildinni á morgun, topplið Njarðvíkur heimsækir Bogann og mætir þar Þórsurum sem eru einu stigi á eftir í 2. sæti deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og er leikurinn liður í fjórðu síðustu umferð deildarinnar.

Fótbolti.net ræddi í dag við Christian Jakobsen, leikmann Þórs, og var Greko, eins og hann er yfirleitt kallaður, spurður út í leikinn.

„Ég veit ekki mikið um Njarðvík, við erum núna á leið á fund þar sem við förum yfir þá og eftir fundinn veit ég örugglega meira. Tilfinningin fyrir leiknum er góð, sjálfstraustið er gott eftir góða sigra og við erum klárlega tilbúnir í leikinn," segir Greko.

„Stemningin í hópnum er mjög góð, við höfum unnið fullt af leikjum frá því að ég kom, unnið alla nema einn sem endaði með jafntefli. Þetta er á leið í rétta átt og það eru margir leikmenn sem hafa komið til baka úr meiðslum. Hópurinn er orðinn mjög góður, ekki bara byrjunarliðið, heldur líka þeir sem eru á bekknum og jafnvel þeir sem komast ekki í hópinn. Þetta litur mjög vel út."

„Við þurfum að halda áfram frá síðustu leikjum, við erum á góðum kafla og tökum þetta einn leik í einu eins og við höfum gert frá því að ég kom. Við eigum að halda því áfram, núna finnum við lyktina af einhverju, en við verðum að halda áfram að gera það sem við höfum verið að gera."


Var þetta góða gengi það sem Greko bjóst við þegar hann kom til Akureyrar í sumarglugganum?

„Þetta er það sem ég var að vonast eftir þegar ég kom, en þetta hefur verið enn betra en ég átti von á. Við erum nánast með fullt hús stiga, vorum í 5. sæti þegar ég kom og erum núna í 2. sæti. Við getum komist á toppinn með sigri á morgun."

Seldu menn þér að markmiðið væri að fara upp?

„Mér var sagt að það væri vilji að fara upp, ef ekki í ár þá á næsta ári. Það er líka það sem mér fannst vera gott verkefni fyrir mig, koma og reyna hjálpa liðinu. Þetta hefur gerst hraðar en ég bjóst við, en þetta er klárlega það sem ég var að vonast eftir," segir Greko.

Hvað finnst þér um deildina?

„Það eru nokkrir mjög góðir leikmenn í deildinni, sérstaklega í okkar liði, en líka í sumum af hinum liðunum. Leikstíllinn er öðruvísi (en í Danmörku), en getustigið er gott," segir Greko.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner