Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
   lau 23. ágúst 2025 10:24
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Man City og Tottenham: Tvær breytingar á báðum liðum
Rayan Cherki skoraði í fyrstu umferðinni og fær nú tækifæri í byrjunarliðinu
Rayan Cherki skoraði í fyrstu umferðinni og fær nú tækifæri í byrjunarliðinu
Mynd: EPA
Manchester City tekur á móti Tottenham í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 11:30 á Etihad-leikvanginum í Manchester í dag.

Pep Guardiola gerir tvær breytingar frá 4-0 sigrinum gegn Wolves í fyrstu umferð.

Omar Marmoush og Rayan Cherki koma inn fyrir þá Bernardo Silva og Jeremy Doku.

Thomas Frank gerir einnig tvær breytingar. Joao Palhinha byrjar sinn fyrsta leik með Tottenham og þá kemur Rodrigo Bentancur einnig inn á miðsvæðið, en þeir koma inn fyrir þá Lucas Bergvall og Archie Gray.

Man City: Trafford, Lewis, Stones, Dias, Ait-Nouri, Gonzalez, Reijnders, Cherki, Bobb, Marmoush, Haaland.

Tottenham:Vicario, Porro, Romero, Van de Ven, Spence, Sarr, Bentancur, Palhinha, Kudus, Johnson, Richarlison.
Athugasemdir
banner