
Cecilía Rán Rúnarsdóttir var í markinu þegar Inter lagði Genoa 2-1 í fyrstu umferð í ítalska bikarnum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sat allan tímann á bekknum.
Bikarinn byrjar á riðlakeppni en Inter og Genoa eru með Fiorentina og Como í riðli en Fiorentina og Como mætast í dag. Katla Tryggvadóttir gekk til liðs við Fiorentina fyrr í þessum mánuði.
Bikarinn byrjar á riðlakeppni en Inter og Genoa eru með Fiorentina og Como í riðli en Fiorentina og Como mætast í dag. Katla Tryggvadóttir gekk til liðs við Fiorentina fyrr í þessum mánuði.
Alexandra Jóhannsdóttir var í byrjunarliði Kristianstad í 1-0 tapi gegn Hammarby í sænsku deildinni. Isabella Sara Tryggvadóttir sat á bekknum þegar Rosengard tapaði 3-2 gegn Vaxjö. Bryndís Arna Níelsdóttir er á meiðslalistanum hjá Vaxjö.
Kristianstad er í 4. sæti með 26 stig eftir 15 umferðir, Rosengard er í 9. sæti með 18 stig eftir 16 umferðir og Vaxjo er í 10. sæti með 17 stig eftir 15 umferðir.
Athugasemdir