
Valur varð fyrir miklu áfalli þegar liðið tapaði gegn Vestra í úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.
Patrick Pedersen, markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi, sleit hásin eftir klukkutíma leik en Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, staðfesti tíðindin í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn.
Patrick Pedersen, markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi, sleit hásin eftir klukkutíma leik en Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, staðfesti tíðindin í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Valur 0 - 1 Vestri
„Þetta er mikið högg. Mikið svekkelsi fyrir Patrick, okkur Valsara og íslenskan fótbolta. Þessi strákur á þetta ekki skilið. Lífið er alltaf að testa menn. Þegar menn eru búnir að gera mikið rétt eins og Patrick þá koma vonbrigiði og högg. Hann kemur sterkur til baka," sagði Túfa.
Þetta er mikið áfall fyrir Patrick og Valsliðið en Patrick sló markametið í efstu deild fyrr í sumar og var nálægt því að bæta markametið yfir flest mörk skoruð á einu tímabili. Hann hefur skorað 18 mörk í sumar en Benoný Breki Andrésson á metið en hann skoraði 21 mark fyrir KR síðasta sumar.
Athugasemdir