Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
   lau 23. ágúst 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alfons og Willum fá nýjan liðsfélaga á láni frá Liverpool (Staðfest)
Lewis Koumas
Lewis Koumas
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birmingham hefur fengið Lewis Koumas á láni frá Liverpool út tímabilið.

Koumas er 19 ára gamall vængmaður en hann á sex landsleiki að baki fyrir landslið Wales.

Hann hefur spilað einn leik fyrir Liverpool en það var í febrúar í fyrra í 3-0 sigri gegn Southampton í enska bikarnum. Hann kom liðinu yfir í leiknum.

Hann var á láni hjá Stoke á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði sex mörk í 49 leikjum í öllum keppnum.

Íslensku landsliðsmennirnir Alfons Sampsted og Willum Þór Willumsson eru á mála hjá Birmingham.


Athugasemdir
banner
banner
banner