Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
   lau 23. ágúst 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Inter fær miðjumann frá Lens (Staðfest)
Mynd: EPA
Franski miðjumaðurinn Andy Diouf er genginn til liðs við Inter frá Lens. Kaupverðið er 25 milljónir evra.

Hann skrifar undir fimm ára samning við ítalska félagið.

Diouf er 22 ára gamall en hann hefur spilað tvo A-landsleiki fyrir Frakkland. Hann var í akademíu PSG áður en hann færði sig til Rennes þar sem hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið.

Hann gekk til liðs við Basel árið 2022 á láni með kaupskyldu en hann gekk alfarið til liðs við svissneska félagið í maí 2023 fyrir 5,5 milljónir evra.

Mánuði síðar var hann svo seldur til Lens fyrir 14 milljónir evra og nú er hann kominn til Inter fyrir 25 milljónir evra.
Athugasemdir
banner