Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
   lau 23. ágúst 2025 09:44
Elvar Geir Magnússon
Með verri árangur en forveri hans sem var rekinn
Graham Potter er í brasi.
Graham Potter er í brasi.
Mynd: EPA
Graham Potter og lærisveinar í West Ham töpuðu 1-5 fyrir Chelsea í fyrsta leik 2. umferðar ensku úrvalseildarinnar í gær. Hamrarnir töpuðu 3-0 fyrir nýliðum Sunderland í fyrsta leik og starf Potter er strax talið í mikilli hættu.

Potter hefur nú stýrt West Ham í jafnmörgum leikjum og forveri hans Julen Lopetegui fékk áður en hann var rekinn.

Lopetegui stýrði 20 leikjum, sex af þeim unnust, fimm jafntefli, níu töp og 23 stig.

Eftir leikinn í gær hefur Potter stýrt 20 leikjum, fimm hafa unnist, fimm jafntefli, 10 töp og 20 stig. Hann hefur náð í níu stig í fyrstu tíu heimaleikjunum sem er versti árangur í sögu félagsins.

Bálreiðir stuðningsmenn West Ham lentu í átökum við öryggisverði eftir leikinn þar sem þeir reyndu að komast inn á völlinn og ausa úr skálum reiði sinnar.

„Við höfum spilað tvo leiki og fengið á okkur átta mörk, við getum ekki falið okkur frá því. Það þarf stórvægileg bæting að eiga sér stað," sagði Potter eftir leikinn í gær.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Tottenham 2 2 0 0 5 0 +5 6
2 Chelsea 2 1 1 0 5 1 +4 4
3 Sunderland 1 1 0 0 3 0 +3 3
4 Man City 2 1 0 1 4 2 +2 3
5 Liverpool 1 1 0 0 4 2 +2 3
6 Nott. Forest 1 1 0 0 3 1 +2 3
7 Arsenal 1 1 0 0 1 0 +1 3
8 Leeds 1 1 0 0 1 0 +1 3
9 Brighton 1 0 1 0 1 1 0 1
10 Fulham 1 0 1 0 1 1 0 1
11 Aston Villa 1 0 1 0 0 0 0 1
12 Crystal Palace 1 0 1 0 0 0 0 1
13 Newcastle 1 0 1 0 0 0 0 1
14 Everton 1 0 0 1 0 1 -1 0
15 Man Utd 1 0 0 1 0 1 -1 0
16 Bournemouth 1 0 0 1 2 4 -2 0
17 Brentford 1 0 0 1 1 3 -2 0
18 Burnley 1 0 0 1 0 3 -3 0
19 Wolves 1 0 0 1 0 4 -4 0
20 West Ham 2 0 0 2 1 8 -7 0
Athugasemdir
banner