West Ham steinlá 5-1 gegn Chelsea í Lundúnaslag á London Stadium í kvöld. Tímabilið byrjar mjög illa hjá liðinu þar sem liðið tapaði 3-0 gegn Sunderland í fyrstu umferð.
West Ham nældi í Mads Hermansen frá Leicester í sumar en hann hefur litið illa út í markinu í fyrstu tveimur leikjunum. Þá áttu Aaron Wan-Bissaka og Jean-Clair Todibo erfitt uppdráttar í kvöld.
Jamie Redknapp, sérfræðingur hjá Sky Sports, hraunaði yfir varnarleik liðsins.
West Ham nældi í Mads Hermansen frá Leicester í sumar en hann hefur litið illa út í markinu í fyrstu tveimur leikjunum. Þá áttu Aaron Wan-Bissaka og Jean-Clair Todibo erfitt uppdráttar í kvöld.
Jamie Redknapp, sérfræðingur hjá Sky Sports, hraunaði yfir varnarleik liðsins.
„Ég hef séð einhvern varnarleik í gegnum tíðina, þetta er eins slæmt og það getur orðið. Sjálfstraustið er mjög lágt, markmaðurinn gerir þeim ekki auðveldara fyrir, hann hefur átt mjög erfitt uppdráttar," sagði Redknapp.
„Það þarf líklega að skipta honum út. Hann hefur þegar gert slæm mistök. Areola gæti þurft að koma inn. Nokkur af mörkunum sem þeir fengu á sig eru honum að kenna. Það sama má segja hjá Leicester á síðustu leiktíð."
„Ég er ekki bara að setja út á hann. Wan-Bissaka, einhver af mörkunum voru klárlega honum að kenna. Todibo, vinna einvígi, skalla. Það var alltaf Chelsea höfuð að fara vinna boltann eftir hvert einasta fasta leikatriði," sagði Redknapp að lokum.
Athugasemdir