
Vestri er Mjólkurbikarmeistari árið 2025 en þetta er fyrsti bikarmeistaratitill í sögu félagsins.
Vestri hefur komið gríðarlega mikið á óvart á þessu tímabili en liðið er í 5. sæti deildarinnar eftir að hafa verið í fallbaráttu síðasta sumar.
Albert Brynjar Ingason og Gunnar Birgisson, sérfræðingar RÚV yfir leiknum, hrósuðu Vestra eftir leikinn.
Vestri hefur komið gríðarlega mikið á óvart á þessu tímabili en liðið er í 5. sæti deildarinnar eftir að hafa verið í fallbaráttu síðasta sumar.
Albert Brynjar Ingason og Gunnar Birgisson, sérfræðingar RÚV yfir leiknum, hrósuðu Vestra eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Valur 0 - 1 Vestri
„Það er gaman að vera Vestramaður og Ísfirðingur núna. Það er samt eitthvað sem segir mér að nú komi smá niðurtúr í deildinni. Ég held að það sé eðlilegt að það sé spennufall eftir þennan leik. Ef ekki þá ennþá meira hrós til þeirra," sagði Gunnar.
„Þetta er frábærlega samsett lið. Góðir leikmenn og mikilvæg púsl eins og Fatai. Túfa hefur verið hjá fullt af liðum en aldrei fundið sig 100 prósent. Þarna er hann kominn með skýrt og skorið hlutverk. Svo ertu með Eið Aron sem er líklega með betri hafsentum sem við Íslendingar eigum í dag, þvert á deildir og aldur. Þeir hafa sótt virkilega vel."
„Þetta er rútínerað lið. þeir vita hvað þeir eru að gera með og án bolta. Geta haldið í hann og geta spilað skyndisóknarbolta. Svo eru þeir bestir þegar þeir komast yfir," sagði Albert.
„Þeir breyttu svolítið sinni nálgun um mitt tímabil í fyrra. Davíð Smári var meira að reyna halda í boltann og spila út frá marki. Þegar þeir voru komnir neðar í deildina í fyrra fóru þeir meira í það sem Davíð Smári er þekktur fyrir að verjast sem lið. Á þessu tímabili finnst mér að þeir ná að blanda þessu saman. Þeir taka ekki mikla sénsa en þekkja alveg inn á það hvenær þeir eiga að fara í ákveðnar stöður," sagði Albert.
„Þú getur ekki ferið í gegnum svona marga leiki eins og þeir hafa gert á þessu tímabili að ná að verja markið eins og þeir gera nema allir séu upp á tíu að gefa sig allan í leikinn. Það er ekki að ástæðulausu að við sjáum Vestra leik eftir leik að henda sér fyrir skot og bjarga á línu. Það eru allir samstíga í því sem Davíð Smári er að leggja upp."
Athugasemdir