Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 24. september 2020 23:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Gengur ekki endalaust fyrir mig að tala um einhverja tölfræði"
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var í kvöld spurður út í framtíð sína eftir tap gegn Fylki í Pepsi Max-deildinni.

Víkingur er eftir tapið í tíunda sæti deildarinnar með 15 stig, sjö stigum frá fallsvæðinu. Þó ber að geta að Víkingur á leik til góða á liðin tvö sem eru í fallsætunum, Gróttu og Fjölni.

Tímabilið er mikil vonbrigði fyrir Víkinga, en Arnar var með hálteit markmið fyrir sumarið og talað um Íslandsmeistaratitilinn.

„Ég er alveg búin að vera nógu lengi í þessu til þess að vita að þetta er 'result business' og það gengur ekki fyrir mig endalaust að vera tala um einhverja tölfræði og hvað við erum æðislegir í einhverju possession, einhverjum xG og svona fræðum ef við vinnum ekki leiki það gefur augaleið. Ég hef samt 'basically' engar áhyggjur, ég mun sofa mjög rólegur í kvöld," sagði Arnar í viðtali við Fótbolta.net.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan.
Arnar Gunnlaugs: Það má alls ekki gerast á minni vakt
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner