Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   fim 24. september 2020 19:00
Magnús Þór Jónsson
Pálmi: Við eigum að skammast okkar
Pálmi Rafn Pálmason.
Pálmi Rafn Pálmason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum ógeðslega svekktir en ætli við höfum nokkuð átt meira skilið úr þessum leik," sagði Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður KR, eftir 1-1 jafntefli við Gróttu í Pepsi Max-deildinni.

Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Grótta

Grótta fékk rautt spjald í stöðunni 0-0 undir lok fyrri hálfleiks. Gestirnir komust hins vegar yfir en KR náði að jafna þegar 20 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

„Við erum á rassgatinu meira og minna allan leikinn, og við eigum að skammast okkar fyrir þessa frammistöðu," sagði Pálmi.

„Þeir gerðu þetta mjög vel, ég tek það ekki af þeim. Það var ekkert tempó hjá okkur, við létum ekki boltann ganga nógu hratt og vorum að fara inn í miðjuna þar sem þeir vildu fá okkur. Ég tek ekkert af þeim, þeir voru mjög flottir. Við getum mikli betur og það er ógeðslega svekkjandi að missa af stigum þegar við erum að skíta á okkur."

KR vann Breiðablik á útivelli í síðasta leik en tapar svo stigum á heimavelli gegn Gróttu í kvöld. „Ef við mætum ekki eins í alla leiki þá gerist svona, þá erum við ekki að fara að vinna alla leiki. Ég vil meina að við getum verið besta liðið á landinum en við getum líka verið ansi slakir."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir