Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fim 24. september 2020 20:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar: Kærulausir, lélegir og gerðum hluti sem við töluðum um að gera ekki
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er mikið svekkelsi," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 1-1 jafntefli við Gróttu í Pepsi Max-deildinni.

Grótta missti mann af velli með rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 0-0. Grótta komst yfir í seinni hálfleiknum, en KR jafnaði svo þegar 20 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Ellefu KR-ingar komust hins vegar ekki lengra gegn tíu Gróttumönnum.

Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Grótta

„Grótta lá með marga menn til baka og varðist ofboðslega vel. Vindurinn er ekki auðveldur og kuldinn ekki heldur, en samt sem áður vorum við bara að gera ranga hluti allan tímann. Við vorum kærulausir, lélegir og gerðum hluti sem við töluðum um að gera ekki fyrir leikinn," sagði Rúnar.

„Fótbolti spilast stundum á milli eyrnanna á mönnum líka. Menn þurfa að halda einbeitingu og gera þá hluti sem þeir eru góðir í, ekki halda að þeir séu betri en þeir eru."

KR er búið að missa af titlinum. Er erfitt að koma mönnum í gírinn?

„Nei, alls ekki. Við áttum gullið tækifæri að sækja á FH aðeins. Þessi öll fjögur lið sem við erum að berjast um Evrópusæti voru að spila innbyrðis og því hefðu þrjú stig komið okkur upp töfluna. En við erum stigi nær FH heldur en við vorum þegar við byrjuðum leikinn í dag. Við erum ekkert hættir, við ætlum að reyna að berjast um Evrópusæti."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner