Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 24. september 2021 18:19
Brynjar Ingi Erluson
Times: Suður-amerískir leikmenn sleppa við sóttkví
Ederson og Gabriel Jesus sleppa við sóttkví
Ederson og Gabriel Jesus sleppa við sóttkví
Mynd: EPA
Suður-amerískir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni þurfa ekki að fara í sóttkví eftir landsleikjatörnina ef þeir fara eftir sérstökum reglum yfirvalda en það er Times sem greinir frá.

Löndin í Suður-Ameríku eru á rauðum lista hjá breskum stjórnvöldum í faraldrinum og þyrftu því leikmenn að fara í tíu daga sóttkví við komuna til Bretlandseyja.

Í mars fengu úrvalsdeildarfélögin undanþágu og gátu því meinað leikmönnum að fara í landsliðsverkefni. Félögin meinuðu þeim einnig að fara í síðasta landsleikjaglugga þrátt fyrir að FIFA hafi krafist þess að þeim yrði leyft að spila í undankeppni HM.

Brasilíska knattspyrnusambandið lýsti yfir vonbrigðum sínum með ensku úrvalsdeildarfélögin. FIFA setti í staðinn fimm daga bann á leikmenn sem fóru ekki í verkefnin en það var dregið til baka eftir viðræður við bresk stjórnvöld og stjórnarmenn úrvalsdeildarinnar.

Samkvæmt Times mun þetta þó ekki koma fyrir aftur. Leikmenn geta nú farið í landsliðsferðir án þess að fara í sóttkví við komuna til Bretlandseyja en þó aðeins ef þeir fylgja settum reglum.

Félögin þurfa að leigja einkaþotur og smala leikmönnunum saman í þær. Þau deila svo kostnaðinum á vélinni. Þá þurfa leikmenn að vera í búbblu í landsliðsverkefninu. Ef þessum skilyrðum er mætt þá sleppa leikmenn við sóttkví.

Brasilíski landsliðshópurinn var kynntur í dag og eru átta úrvalsdeildarleikmenn í honum, þar af tveir frá Manchester City og tveir frá Liverpool. Chelsea, Leeds, Tottenham og Man Utd eiga öll einn fulltrúa.
Athugasemdir
banner
banner
banner