Arsenal, Bournemouth og Liverpool eru komin í forystu í 6. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Liverpool er að vinna West Ham, 1-0, á Anfield. Mohamed Salah skoraði eina markið úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur, en Marokkómaðurinn Nayef Aguerd braut klaufalega af sér í teignum.
Sjáðu brotið og vítaspyrnuna
Arsenal er þá að vinna Norður-Lundúnaslaginn með sömu markatölu en það var Bukayo Saka sem skoraði með smá hjálp frá Cristian Romero, varnarmanni Tottenham.
Saka fékk boltann hægra megin við teiginn, lét vaða og var það Romero sem stýrði boltanum í eigið net. Það má alveg setja spurningarmerki við þennan varnarleik hjá Romero, en það hefði alveg verið hægt að afstýra þessu.
Sjáðu sjálfsmarkið hjá Romero
Bournemouth er þá að vinna Brighton, 1-0. Bart Verbruggen, markvörður Brighton, gerði hræðileg mistök er hann ætlaði að senda boltann frá marki. Boltinn fór til Dominic Solanke sem skoraði örugglega.
Sjáðu mistök Verbruggen
Athugasemdir