Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   sun 24. október 2021 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stuðningsfólk Liverpool: Ole er við stýrið
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Liverpool stuðningsfólk er í góðum gír á Old Trafford í augnablikinu. Þar er staðan 0-5 fyrir þeirra menn.

Liverpool er að niðurlægja United og kæmi það ekki á óvart ef það bærist tilkynning frá Man Utd annað hvort í kvöld eða á morgun um brottrekstur þjálfarans, Ole Gunnar Solskjær.

Mohamed Salah er búinn að skora þrennu og fyrir stuttu síðan var varamaðurinn Paul Pogba rekinn af velli fyrir skelfilega tæklingu.

Frá því að rauða spjaldið fór á loft, þá hafa stuðningsmenn Liverpool sungið „Ole's at the wheel" eða á góðri íslensku „Ole er við stýrið". Þetta hafa stuðningsmenn Man Utd oft sagt á síðustu þremur árum í kjölfarið á góðum sigrum.

Á meðan stuðningsmenn Liverpool syngja og tralla, þá hafa margir stuðningsmenn Man Utd kosið að fara snemma heim af vellinum.



Athugasemdir
banner
banner