mið 24. nóvember 2021 09:45
Elvar Geir Magnússon
Man Utd klárt í að ráða Pochettino sem fyrst - Liverpool vill Pulisic
Powerade
Mauricio Pochettino, fyrrum stjóri Tottenham.
Mauricio Pochettino, fyrrum stjóri Tottenham.
Mynd: Getty Images
Christian Pulisic.
Christian Pulisic.
Mynd: Getty Images
Leeds vill Ross Barkley.
Leeds vill Ross Barkley.
Mynd: Getty Images
Pochettino, Zidane, Ziyech, Werner, Haaland, Trippier, Origi og fleiri í slúðurpakkanum. BBC tók saman allt það helsta úr ensku götublöðunum.

Manchester United er tilbúið að hætta áformum sínum um að ráða bráðabirgðastjóra ef félagið getur fengið Mauricio Pochettino strax frá Paris St-Germain. (Guardian)

Zinedine Zidane, fyrrum stjóri Real Madrid, vill taka við hjá PSG ef Pochettino fer á Old Trafford. (Telegraph)

Sir Alex Ferguson mun ekki taka neinn þátt í stjóraleit Manchester United. (ESPN)

Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Christian Pulisic (23), vængmanni Chelsea og Bandaríkjanna. (El Nacional)

Liverpool, Leicester og Newcastle eru að fylgjast með sóknarmanninum Aguibou Camara (20) sem spilar fyrir Olympiakos. (Sun)

Barcelona skoðar að fá marokkóska landsliðsmanninn Hakim Ziyech (28) og þýska landsliðssóknarmanninn Timo Werner (25) frá Chelsea ef félagið getur ekki fengið Raheem Sterling (26) frá Manchester City. (ESPN)

Borussia Dortmund býr sig undir að gera nýjan samning við Erling Haaland (21) til að reyna að sannfæra norska landsliðsmanninn um að vera áfram. (Sky Deutschland)

Newcastle hefur áhuga á Axel Witsel (32) miðjumanni Borussia Dortmund. Samningur hans rennur út í lok tímabils og hann er opinn fyrir því að færa sig um set. (Sport1)

Newcastle vill einnig fá enska bakvörðinn Kieran Trippier (31) frá Atletico Madrid. (Mirror)

Newcastle vonast til að sannfæra Laurent Busser, sem er yfirmaður leikmannakaupa hja Bayern München, um að taka að sér starf hjá félaginu. (Foot Mercato)

Belgíski framherjinn Divock Origi (26), sem er á óskalista Newcastle, mun ekki fá að yfirgefa Liverpool í janúar. (Northern Echo)

Leeds United er að íhuga að gera lánstilboð í enska miðjumanninn Ross Barkley (27) hjá Chelsea í janúar. (Express)

Real Madrid hefur áhuga á spænska bakverðinum Pedro Porro (22) hjá Manchester City. Hann er hjá Sporting í Lissabon á tveggja ára lánssamningi. (Mundo Deportivo)

Steven Gerrard (26), stjóri Aston Villa, vill selja Bertrand Traore (26) í janúarglugganum. (Football Insider)

Gerrard vill kaupa miðvörðinn Pau Torres (24) frá Villarreal til Aston Villa. (Fichajes)

Torres hafnaði Tottenham í sumar en hann er ánægður hjá uppeldisfélaginu sínu eins og staðan er í dag. (Guardian)

Thiago Alcantara (30), miðjumaður Liverpool og Spánar, hefur blásið á umræðu um endurkomu til Barcelona. (Liverpool Echo)

Svissneski miðjumaðurinn Granit Xhaka (29) hjá Arsenal hefur áhuga á því að snúa aftur til Borussia Mönchengladbach þegar samningur hans rennur út 2024. (Mit Geredet)

Burnley, Brighton, Norwich, West Brom, Sheffield United og Blackburn hafa öll verið að fylgjast með enska sóknarmanninum Rhys Healey (26) sem spilar fyrir Toulouse. (Teamtalk)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner