Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 24. nóvember 2021 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin í dag - Stórleikur í Manchester
Mauricio Pochettino stýrir sínu liði, PSG, gegn Manchester City í kvöld.
Mauricio Pochettino stýrir sínu liði, PSG, gegn Manchester City í kvöld.
Mynd: Getty Images
Riðlakeppni Meistaradeildinni heldur áfram í dag og klárast leikvika fimm með leikjum dagsins.

Það er stórleikur í Manchester, þar sem Paris Saint-Germain verður í heimsókn hjá Englandsmeisturum Manchester City. Fyrir leikinn er Man City á toppi riðilsins með níu stig og svo kemur PSG með átta stig. Parísarliðið vann fyrri leik liðanna og ætlar City væntanlega að ná fram hefndum í dag.

Í B-riðli er Liverpool með fullt hús stiga fyrir heimaleik sinn við Porto. Lærisveinar Jurgen Klopp eru komnir í 16-liða úrslitin og eru nú þegar búnir að vinna riðilinn. Porto er með fimm stig, Atletico Madrid með fjögur stig og AC Milan með eitt stig.

Í C-riðlinum getur Ajax tryggt sér sigur með jafntefli gegn Besiktas á útivelli. Ajax er með fullt hús stiga. Borussia Dortmund og Sporting Lissabon eru bæði með sex stig og svo kemur Besiktas án stiga.

Real Madrid mætir Sheriff frá Moldavíu í D-riðlinum. Það voru ótrúleg úrslit þegar þessi lið mættust á Santiago Bernabeu í Madríd, en þá vann Sheriff magnaðan 2-1 sigur. Real Madrid, sem er á toppi riðilsin, er mikið sigurstranglegra liðið fyrir leik kvöldsins. Inter er í öðru sæti riðilsins með einu stigi meira en Sheriff.

miðvikudagur 24. nóvember

A-riðill
20:00 Club Brugge - RB Leipzig (Stöð 2 Sport 4)
20:00 Man City - PSG (Viaplay)

B-riðill
20:00 Liverpool - Porto (Stöð 2 Sport 2)
20:00 Atletico Madrid - Milan (Viaplay)

C-riðill
17:45 Besiktas - Ajax (Stöð 2 Sport 3)
20:00 Sporting - Dortmund (Viaplay)

D-riðill
17:45 Inter - Shakhtar D (Viaplay)
20:00 Sherif - Real Madrid (Stöð 2 Sport 3)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner