Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 25. janúar 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Með hvaða liði heldur Matti Villa í norsku úrvalsdeildinni?
Matthías með treyju Vålerenga.
Matthías með treyju Vålerenga.
Mynd: Valerenga
Matthías Vilhjálmsson er kominn aftur heim til Íslands eftir um níu ára dvöl í Noregi þar sem hann spilaði með þremur félagsliðum.

Matthías yfirgaf FH snemma árs 2012 og gekk í raðir Start. Þar spilaði hann til 2015 þegar hann samdi við stórlið Rosenborg. Hann var hjá Rosenborg svo til 2019 er hann samdi við Vålerenga. Núna er hann kominn aftur heim í FH.

Matthías var í góðu spjalli í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag. Þar fékk hann spurningu um hvaða liði hann héldi með í norsku úrvalsdeildinni. Þess má geta að Start féll á síðasta ári úr deildinni.

„Ég var einmitt að hugsa það. Einn minn besti vinur, Hólmar Örn Eyjólfsson, er í Rosenborg. Þeir eru samt búnir að losa sig við svo marga frá því að ég var að spila þarna. Tengslin hafa aðeins minnkað," sagði Matthías.

„Ég átti ótrúlega skemmtilegt ár núna í fyrra með Vålerenga. Frábær leikmannahópur og það var geggjað að fá Viðar (Örn Kjartansson) inn. Ég hallast Vålerenga núna en ég held líka með Hólmari. Þetta kemur í ljós."
Íslenski boltinn - Fréttir vikunnar og Matti Villa í viðtali
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner