Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 25. janúar 2022 09:20
Elvar Geir Magnússon
Vlahovic vill til Juve - Arsenal skoðar sóknarmenn
Powerade
Vlahovic í landsleik með Serbíu.
Vlahovic í landsleik með Serbíu.
Mynd: EPA
Manchester United fylgist með Luis Díaz.
Manchester United fylgist með Luis Díaz.
Mynd: EPA
Cody Gakpo er á óskalistum Liverpool og Manchester City.
Cody Gakpo er á óskalistum Liverpool og Manchester City.
Mynd: EPA
Calvert-Lewin er orðaður við Arsenal.
Calvert-Lewin er orðaður við Arsenal.
Mynd: Getty Images
Gomez, Díaz, Lingard, Isak, Traore, De Jong og fleiri í áhugaverðum slúðurpakka. Það er vika eftir af janúarglugganum og margt í gangi.

Hinn eftirsótti serbneski sóknarmaður Dusan Vlahovic (21) hefur tilkynnt Fiorentina að hann vilji ganga í raðir Juventus. (90 Min)

Fiorentina gæti selt Vlahovic til Juventus núna í janúarglugganum en Vlahovic er búinn að ná samkomulagi við Juve um kaup og kjör. (La Gazzetta dello Sport)

Steven Gerrard hefur áhuga á að fá enska varnarmanninn Joe Gomez (24) frá Liverpool til Aston Villa. (Football Insider)

Manchester United var meðal félaga sem var með njósnara að fylgjast með Luis Díaz (25) spila fyrir Porto um helgina. Atletico Madrid og Borussia Dortmund eru meðal félaga sem fylgjast með vængmanninum. (O Jogo)

Newcastle United hefur áhuga á að fá Jesse Lingard (29) frá Manchester United og miðjumanninn Yves Bissouma (25) frá Brighton. (Mirror)

Franska félagið Nice hefur einnig áhuga á Lingard sem hefur verið orðaður við West Ham. (Foot Mercato)

Newcastle hefur hafið viðræður um að fá Dele Alli (25) lánaðan frá Tottenham. (Telegraph)

Manchester City og Liverpool hafa átt í viðræðum um kaup á hollenska vængmanninum Cody Gakpo (22) frá PSV Eindhoven. (Voetbal International)

Arsenal skoðar sænska framherjann Alexander Isak (22) hjá Real Sociedad (22), kanadíska sóknarmanninn Jonathan David (22) hjá Lille og enska sóknarmanninn Dominic Calvert-Lewin (24) hjá Everton fyrst vonir félagsins um að fá Vlahovic hafa dvínað. (London Evening Standard)

Arsenal þarf að ganga að 70 milljóna punda riftunarákvæði ef félagið ætlar að kaupa Isak fyrir gluggalok á mánudaginn. (Express)

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er mikill aðdáandi Calvert-Lewin en allar tilraunir til að fá hann þurfa að bíða til sumars. (Star)

Sex evrópsk félög hafa áhuga á að fá Pierre-Emerick Aubameyang (32) sem er ekki lengur í áætlunum Arteta. (Mirror)

Aubameyang hefur látið það skýrt í ljós að hann hafi ekki áhuga á að fara til Sádi-Arabíu en tvö félög þar hafa áhuga á honum. (Star)

Tottenham býst við því að ganga frá 20 milljóna punda kaupum á spænska vængmanninum Adama Traore (25) frá Wolves. Úlfarnir vilja fá 25 milljónir punda fyrir leikmanninn en samningur hans rennur út sumarið 2023. (Sky Sports)

Tottenham hefur hafið viðræður við franska félagið Angers um kaup á franska framherjanum Mohamed-Ali Cho (18) en hann var áður hjá Everton og Paris St-Germain. (Football Insider)

Tottenham hefur sent fyrirspurn varðandi miðjumanninn Sofyan Amrabat (25), miðjumann Fiorentina, sem er að spila fyrir Marokkó í Afríkukeppninni. (Mail)

Bayern München hefur haft samband við umboðsmann hollenska miðjumannsins Frenkie de Jong (24) en Chelsea, Manchester City og Paris St-Germain vilja einnig fá hann. (Marca)

Borussia Dortmund hefur hafið viðræður við Red Bull Salzburg um möguleg 34 milljóna punda kaup á þýska framherjanum Karim Adeyemi (20). (Sky Sport)

Vinstri bakvörðurinn Nicolas Tagliafico (29) hjá Ajax er eftirsóttur. Barcelona hefur áhuga á að fá hann lánaðan með möguleika á kaupum. Aston Villa, Chelsea, Marseille og Napoli hafa einnig áhuga. (Marca)

Bayern München hefur áhuga á danska miðverðinum Andreas Christensen (25) hjá Chelsea eftir að þýski varnarmaðurinn Niklas Sule (26) hafnaði tilboði um framlengingu á samningi sínum. (Goal)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner