Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   lau 25. mars 2023 22:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alltaf meira undir gegn Þór - „Alltaf tilbúinn að bakka minn mann upp"
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

KA er Kjarnafæðimótsmeistari eftir 3-0 sigur á Þór í Boganum í kvöld. Fótbolti.net ræddi við Ívar Örn Árnason leikmann KA eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 3 -  0 Þór

„Þetta er vorboðinn, að það sé stutt í mót og þetta er helvíti góð tilfinning að byrja tímabilið almennilega með málmi, málmur er málmur," sagði Ívar Örn.

„Þetta eru alltaf góðir leikir, það er alltaf meira undir, montréttur og fleira. Margir hverjir sem maður er búinn að þekkja lengi og þess vegna er aðeins meira undir og meira 'intensity', það gerir þetta ennþá sætara fyrir vikið."

Ívar minntist svo á atvik þar sem Þórsarinn Ragnar Óli Ragnarsson fékk að líta rauða spjaldið.

„Það minnti mann á að þetta væri grannaslagur hérna í lokin með rauðu spjaldi og smá kíting en það er bara partur af leiknum."

Ívar Örn fékk að líta gula spjaldið í látunum.

„Þetta var pirringur og ég skil þetta mjög vel, ég hef verið í nákvæmlega sömu stöðu hinu megin á vellinum. Ég sýni þessum fullan skilning en ég er alltaf tilbúinn að bakka minn mann upp," sagði Ívar.


Athugasemdir
banner
banner
banner