lau 25. mars 2023 17:20
Ívan Guðjón Baldursson
Bjarki Steinn spilaði seinni hálfleikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Bjarki Steinn Bjarkason kom inn á 52. mínútu í 1-2 tapi Foggia á heimavelli gegn Monterosi í ítölsku C-deildinni.


Foggia er búið að tapa þremur af síðustu fjórum deildarleikjum sínum en siglir áfram lygnan sjó í umspilssæti um sæti í Serie B.

Í dag fóru margir æfingaleikir fram á Norðurlöndunum og nokkrir Íslendingar sem komu við sögu þar, þeir sem ekki eru uppteknir í landsliðsverkefnum með A-liðinu eða yngri landsliðum.

Alex Þór Hauksson og Rúnar Þór Sigurgeirsson voru í byrjunarliði Öster sem gerði markalaust jafntefli við Kalmar á meðan Ari Freyr Skúlason var í liði Norrköping sem tapaði fyrir Brommapojkarna.

Oskar Tor Sverrisson byrjaði á bekknum í sigri Varberg og þá vann Stromsgodset öruggan sigur á Mjondalen. Göteborg og Hammarby gerðu jafntefli á heimavöllum sínum, án Íslendinganna sinna, og þá tapaði Stevenage fyrir Salford en Jökull Andrésson var ekki í hóp.

Foggia 1 - 2 Monterosi

Kalmar 0 - 0 Öster

Norrköping 1 - 2 Brommapojkarna

Varberg 3 - 2 Norrby

Stromsgodset 4 - 0 Mjondalen

Göteborg 1 - 1 Sarpsborg

Hammarby 2 - 2 Honka

Stevenage 1 - 3 Salford

PAOK 3 - 0 Farul Constanta

Sandnes 2 - 1 Start


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner