Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 25. apríl 2021 11:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Heimasíða Leiknis 
Leiknir F. fær markvörð og miðvörð frá Spáni (Staðfest)
Eduardo, Inigo og Imanol.
Eduardo, Inigo og Imanol.
Mynd: Leiknir F
Leiknir Fáskrúðsfirði hefur fengið liðsstyrk frá Spáni fyrir komandi átök í 2. deild karla.

Markvörðurinn Eduardo og miðvörðurinn Inigo eru mættir austur ásamt vængmanninum Imanol sem félagið hafði áður tilkynnt.

Þeir tóku þátt í æfingaleik liðsins gegn Sindra í gær, leikurinn endaði með 2-2 jafntefli og voru það þeir Izaro og Björgvin Stefán sem skoruðu mörk Leiknis.

Eduardo kemur til með að fylla skarð Danny sem meiddist illa í leik á dögunum.

Leiknir mætir Hetti/Hugin í bikarleik þann 2. maí. Deildin hefst svo 8. maí gegn ÍR.

„Allar líkur eru á að við bætum við einum leikmanni í viðbót, fréttir af því eru væntanlegar fljótlega," segir á heimasíðu Leiknis.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner