Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. apríl 2021 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu mörkin: Sveindís Jane kláraði Djurgården
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís Jane Jónsdóttir fer stórkostlega af stað í sænsku úrvalsdeildinni.

Hún var besti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra þegar Breiðablik varð meistari og í kjölfarið samdi hún við þýska stórliðið Wolfsburg. Hin 19 ára gamla Sveindís var fyrst lánuð til Kristianstad í Svíþjóð.

Kristianstad er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina og Sveindís spilað stóra rullu.

Hún skoraði sigurmarkið í fyrsta leiknum og í gær lagði hún upp jöfnunarmark og skoraði sigurmark í sigri á Djurgården.

Sveindís lagði upp mark fyrir Mia Carlsson á 50. mínútu með fyrirgjöf frá hægri en það mark jafnaði leikinn í 1-1. Sveindís skoraði svo sjálf á 84. mínútu með laglegri vippu og tryggði sigurinn. Markið kom eftir undirbúning Therese Sessy Asland.

Mörkin voru sýnd í íþróttafréttum á Stöð 2 í gær en hægt er að sjá myndband af þeim hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner