Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
   lau 25. maí 2019 20:56
Kristófer Jónsson
Arnar Gunnlaugs: Þurfum að auka breiddina
Arnar Gunnlaugs leitar enn af sínum fyrsta deildarsigri
Arnar Gunnlaugs leitar enn af sínum fyrsta deildarsigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., var að vonum svekktur eftir 1-0 tap sinna manna gegn KR í sjöttu umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld.

„Ég er gríðarlega svekktur með að tapa þessum leik. Það var gott tækifæri til að vinna KR í dag og leikplanið gekk upp að vissu leyti. Við dómineruðum possession allan leikinn án þess að fá dauðafæri." sagði Arnar eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  1 KR

Eins og Arnar segir voru Víkingur mikið meira með boltann án þess að ná að skapa sér neitt af viti en vörn KR var gríðarlega góð í dag.

„Það er ekki oft sem að maður sér KR jafn neðarlega sem að segir að þeir voru að sýna okkur virðingu. Þeir skora snemma leiks sem að gaf þeim adrenalín kick í nokkrar mínútur en eftir það vorum við flottir."

Gary Martin, fyrrverandi leikmaður Víkings, hefur verið mikið til umræðunnar undanfarnar vikur en hann er laus allra mála frá Val. Arnar segir það vel koma til greina að Víkingur reyni að fá hann aftur.

„Þetta er bara mál sem að við þurfum að skoða. Gary er náttúrulega góður leikmaður sem að þekkir Víking og það er ekkert launungamál að við þurfum að auka breiddina." sagði Arnar meðal annars um málið.

Nánar er rætt við Arnar í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner