Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 25. maí 2019 17:34
Ívan Guðjón Baldursson
Celtic búið að bjóða Lennon samning
Mynd: Getty Images
Celtic vann skosku þrennuna þriðja árið í röð eftir sigur gegn Hearts í úrslitaleik bikarsins í dag.

Neil Lennon er við stjórnvölinn eftir að hafa tekið við af Brendan Rodgers í febrúar. Samningur hans gildir út tímabilið, en Sky Sports heldur því fram að Celtic sé búið að bjóða honum langtímasamning. Allar líkur eru á því að Lennon samþykki starfstilboðið.

Lennon stýrði Celtic í fjögur ár frá 2010 til 2014 og vann deildina þrisvar og bikarinn tvisvar. Hann tók svo við Bolton í október 2014 en gekk herfilega enda skelfilegt ástand hjá félaginu.

Hann tók í kjölfarið við Hibernian í Skotlandi í júní 2016 og gerði góða hluti þar. Hann yfirgaf félagið til að taka við Celtic í vetur.




Athugasemdir
banner