Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. maí 2019 15:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho í Mónakó: Verð að taka skynsama ákvörðun
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho er staddur í Mónakó um helgina þar sem hann fylgist með Formúlu 1 kappakstrinum.

Þessi 56 ára gamli sigursæli knattspyrnustjóri var rekinn frá Manchester United í desember síðastliðnum og er enn án starfs.

Hann hefur verið orðaður við fjölda félaga og núna síðast Juventus. Mourinho er ekki viss um næsta áfangastað.

„Ég veit það ekki. Það eina sem ég veit er að ég má ekki láta tilfinningarnar ráða," sagði Mourinho við Sky Sports í Mónakó. „Ég verð að taka skynsama ákvörðun."

„Ég verð að velja rétta verkefnið fyrir mig sjálfan."

„Ég vil vera sterkari en nokkru sinni fyrr. Ég er að læra mikið, ég er að vinna mikið með þjálfarateymi mínu. Við verðum að vera tilbúnir."

Sjá einnig:
Mourinho: Klopp ætti erfitt með að kyngja tapi í úrslitaleiknum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner