Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 25. maí 2019 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stuðningsmaður Newcastle dæmdur í fimm ára bann fyrir rasíska hegðun
Mynd: Getty Images
Ársmiðahafi hjá Newcastle hefur verið dæmdur í fimm ára bann frá leikjum Newcastle.

Hann sýndi rasíska hegðun gagnvart leikmönnum Liverpool í leik Newcastle og Liverpool þann 4. maí.

Stuðningsmaðurinn var handtekinn í kjölfarið og var fundinn sekur fyrir athæfið fyrr í þessari viku. Hann hefur verið dæmdur í fimm ára bann frá útileikjum og Newcastle hefur dæmt hann í ótímabundið bann frá heimaleikjum.

Steve Storey, yfirmaður öryggismála í Newcastle, segir að rasismi eigi alls ekki heima á St. James' Park eða í Newactle yfir höfuð. Þetta séu skilaboð til allra sem gætu dottið í hug að hegða sér á þennan máta. Steve segir alla vilja þetta í burtu frá fótboltanum og menningunni í kringum hann almennt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner