Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mán 25. maí 2020 11:23
Brynjar Ingi Erluson
Ighalo líklega ekki áfram hjá Man Utd
Kínverska úrvalsdeildarfélagið Shanghai Shenhua hefur hafnað Manchester United um framlengingu á láninu á Odion Ighalo. Þetta kemur fram í Daily Mail í dag.

Ighalo gekk til liðs við Unied í janúar á láni út tímabilið áður en kórónaveiran fór að breiðast út um allan heim.

Ighalo fór vel af stað með United og heillaði stuðningsmennin en allur fótbolti fór á hliðina vegna veirunnar og eru deildirnar að fara aftur af stað núna á næstu vikum.

Lánssamningar leikmanna eru því ansi flóknir en Ighalo á að fara aftur til Shenhua á næstu dögum. Man Utd hefur ítrekað reynt að halda honum í þrjá mánuði til viðbótar en kínverska félagið hefur hafnað því.

Ighalo mun því að öllum líkindum fara aftur til Kína á mánudaginn í næstu viku.

Shenhua hefur þegar boðið honum nýjan ofursamning en hann mun þéna 400 þúsund pund á viku og er samningurinn til ársins 2024.
Athugasemdir